• Ritstjórnarpistill

    Lýðræðið á undir högg að sækja í vestrænum samfélögum. Colin Crouch segir það helstu pólitísku mótsögn okkar tíma að annars vegar fjölgi þeim ríkjum sem kallast lýðræðisríki en hins vegar sé lýðræði þessara sömu ríkja sífellt rýrara í roðinu.

  • Brautin

    Og lítið er ennþá vort liðsmanna safn, en lagt mun það fram, sem við höfum; við vitum, að leikurinn verður ei jafn, en vonum að framtíðin geymi okkar nafn, þó samtíðin gleymi okkar gröfum.

  • Skáldleg afbrotafræði

    Séra Oddur Benediktsson, sem við höfum þegar nefnt, segir ýmsar sögur, sannar og lognar, fagrar og ófagrar. Sumar þeirra má skoða í dómum og dómskjölum og eiga sér stoð í veruleikanum þó að þar sé ekki allt sem sýnist, ekki einu sinni það sem skrifað er í dóma og dómskjöl.

  • Forræðiskreppa og afdrif sósíalismans í Evrópu 1917-1923

    Fyrir rúmlega öld reis upp í Evrópu kröftug alþýðleg hreyfing gegn stríði. Þetta var fjöldahreyfing verkafólks, bænda og hermanna. Fyrri heimsstyrjöldin hafði þá staðið í þrjú ár; fjöldi ungra manna hafði fallið í valinn; fjölskyldur þeirra syrgðu og máttu um leið þola stöðugt versnandi lífskjör, því bágari sem stríðið drógst á langinn.

  • Hið gamla háir dauðastríð og hið nýja nær ekki að fæðast

    Hver sá sem nefnir „kreppu“ nú á dögum á það á hættu að vera  stimplaður vindbelgur, svo er þetta hugtak ofnotað. Samt verður að segjast eins og er: Við okkur blasir kreppa, og hún djúp og óárennileg. Miklu skiptir að skilgreina hugtakið „kreppa“ af nákvæmni og greina hina ýmsu þætti hennar af skynsemi. Það auðveldar…

  • William Morris og sósíalisminn

    Þegar riddarinn ungi reið í Eppingskóg var það meira en bernskubrek. Krossförin mikla var hafin, ævilöng barátta fyrir fegurra mannlífi. Þessi för leiddi hann að lokum til sósíalismans. Leiðin sú var löng og krókótt og ekki sú fjölfarnasta; ekki leið brauðstrits og verkalýðsbaráttu, sem Morris þekkti lengi aðeins af afspurn skáldsagna, enda alinn upp við…

  • Þarft verk og þarflaust streð

    Í stuttu máli, í siðfræði samtímans er það trúaratriði að vinna sé góð í sjálfu sér – mjög svo heppileg trú fyrir þá sem lifa af vinnu annara. En hina, þá sem erfiða, bið ég staldra við, hugsa sig um og kafa aðeins dýpra í málin.

  • Heimsvaldastefnan – með áherslu á þá bandarísku 

    Imperíalisminn er kapítalismi á því þróunarstigi er drottinvald einokunar og fjármálavalds festir sig í sessi, þegar fjármagnsútflutningur hefur öðlast áberandi áhrif, þegar hafin er skipting heimsins milli alþjóðlegra hringa og lokið er skiptingu á öllum löndum jarðarinnar milli voldugustu auðvaldsríkjanna

  • Af hverju stafar stéttskipting?

    Einhver afskekktasti staður á jörðinni er eldfjallaeyjan Tristan da Cunha  í Suður-Atlantshafi. Eyjan er um einn þúsundasti af stærð Íslands – 98 km2– og það sama gildir um íbúafjöldann – 250-300 manns. Fólk fór að setjast þarna að snemma á 19. öld, mest af evrópskum og blönduðum uppruna.

  • Hvers vegna sósíalismi

    Að mínu viti er stjórnleysi kapítalísks samfélag okkar tíma hin sanna rót þessa meins. Við verðum vitni að því hvernig sumir þegnar meina öðrum að njóta ávaxtar sameiginlegrar vinnu þjóðfélagsins – ekki með ofbeldi, heldur með því að fylgja í einu og öllu lögboðnum reglum. Hér skiptir sköpum að í langflestum tilfellum eru framleiðsluöflin -bæði…